íslenska Barnahjálpin  skipuleggur ferðir til Kenya, Pakistan og Filippseyja

 

16 daga sjálfboðaliðaferð til Kenya í september 2019

Í september 2019 ætlum við að drífa okkur til Kenya. Í ferðinni fáum við að kynnast starfinu og taka þátt í því bæði í Nairobi og Loitoktok. Einnig munum við fá að upplifa fleiri hliðar á landinu því að í lok ferðar munum við fara í safarí ferð og einnig á ströndina.  Þátttakendur verða á bilinu 10-14. Leiðsögumaður verður Þórunn Helgadóttir sem einnig býr og starfar í Kenya. Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meira um ferðina geta sent okkur tölvupóst á netfangið: info@islenskabarnahjalpin.is

Klifur á Klimanjaro

Þórunn er einnig staðsett í Loitoktok við rætur Kilimanjaro og því eru hæg hematökin að skipuleggja ferðir frá a-ö fyrir íslenska göngugarpa sem hyggjast ganga á fjallið.  

Heimsókn til Pakistan

Það er mikil upplifun að koma til Pakistan, kynnast landi og þjóð og því gríðarmikla starfi sem þar er verið að vinna. Hægt er að skipuleggja sérferðir til Pakistan fyrir áhugasama. Hópastærð 1-4.

Ferð til Filipseyja árið 2019

Barnahjálpin hefur áhuga á að skipuleggja ferð sjálfboðaliða til Fillippseyja árið 2019. Filipeyska barnahjálpin er þar með 5 skóla og 700 nemendur. Það er griðarlega fallegt á Filipseyjum og munum við blanda saman sjálfboðaliðastarfi og fríi í enda ferðarinnar. 

 

Áhugasamir eru kvattir til að hafa endilega samband í netfangið: barnahjalpin@gmail.com